Vegna Covid-19

398

Viðburðir falla niður vegna Covid-19

Vegna samkomubanns og strangra aðgerða um nálægð milli fólks hefur Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi ákveðið að gæta ýtrustu varúðar og fella niður alla viðburði framyfir samkomubann. Næsti morgunfundur verður að öllu óbreyttu laugardaginn 18.apríl.

Stefnt er að því að lengja fundartímabilið og vinnum við nú hörðum höndum að því að setja niður glæsilega dagskrá fram undir lok maí.

Við viljum hvetja félagsmenn til að fylgjast með okkur á facebooksíðu félagsins, þar munum við reglulega setja inn efni. Hér er linkur á síðuna: https://www.facebook.com/xdkopavogur/

Kær kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi.