Vel heppnaður fundur í Garðabæ

477

Sjálfstæðisfélögin og fulltrúaráðin í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi, Samtök eldri sjálfstæðismanna og velferðarnefnd Sjálfstæðisflokksins héldu sameiginlegan fund laugardaginn 10. október, kl. 10:00, í Sjálandsskóla í Garðabæ.
Yfirskrift fundarins var: Betri heilbrigðisþjónusta og málefni aldraðra
Framsögumenn á fundinum voru Björn Zoëga, læknir og formaður um betri heilbrigðisþjónustu, Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, og Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.

Björn Zoega, byrjaði. Hann ræddi mikið um Landsspítalann enda forstjóri spítalans í mörg ár. Ekki er nokkur vafi á því að Björn stóð sig vel sem forstjóri spítalans og komu fram hjá honum margvíslegar tölur því til staðfestu. Umræður hans snérust um:

  • Það er hægt að hagræða í heilbrigðisþjónustu, án þess að það komi niður á þjónustu og sjúklingum,
  • Ýmsum stjórntækjum og mælikvörðum hefur fleygt fram, er hjálpa til við hinn flókna rekstur spítalans,
  • Starfsfólk hefur á umbrotatímum tímum sýnt órtrúlega aðlögun og dugnað,
  • Húsnæðismál Landsspítalans eru í miklum ólestri, áætlanir um uppbyggingu á núverandi lóð, þurfa að byrja strax.

Steingrímur Ari Arason ( SAA ) var næstur. Steingrímur Ari er ótrúlega skipulegur og vandaður embættismaður. Hann stýrir stofnun sem f.h. ríkisins kaupir heilbrigðisþjónustu af fjölmörgum aðilum. Grundvallar spurningar eru:

  • Hvaða þjónustu á að kaupa,
  • Hvað á ( má ) þessi þjónusta kosta.

Lykilatriði eru:

  • Ítarleg kostnaðargreining allar þjónustu og þjónustu þátta,
  • Mat á gæðum þjónustunnar, út frá hagsmunum notenda,
  • Eftirlit og uppfærsla fyrrgreindra lykil þátta.

SAA lýsti því fyrir fundarmönnum að ef þessi lykilatriði væru til staðar, skipti það í reynd ekki máli fyrir kaupandann, hver framkvæmdi hana. Ríki eða einkaaðilar. Þar sem hann væri staddur á fundi Sjálfstæðismanna væri ekki óeðlilegt að halda fram einkarekstri, sem „ besta „ formi.

SAA lýsti hinu umfangsmikla starfi sinnar stofnunar og tók lyf sem dæmi um sparnað. Hann nefndi hjálpartæki, sem svið, sem myndi margfaldast á komandi árum vegna fjölgunar eldri borgara. Þar vantaði alla fyrirhyggju og plön.

Hann tók sem dæmi í rekstri hjúkrunarheimila að ekki væri gert ráð fyrir í rekstartölum neinum peningum til reksturs fasteigna. Enn væri reiknað með að ríkið ætti allar slíkar byggingar, sem ekki væri reyndin í dag.

Næstu mælandi var Sigurveig H Sigurðardóttir dósent við HÍ. Hún gerði grein fyrir hlut akademíunnar í rannsóknum á heilbrigðisþjónustu. Hún fór yfir þjónustu við eldriborgara, stöðu þeirra mál og lærdóm, hér heima og erlendis. Kerfið byggir á því að eldriborgarar geti verið heima hjá sér sem lengst.

Þó þekking hafi aukist, vantar sárlega aukna samhæfingu í framkvæmd þjónustunnar. Áhersla væri á þætti ein og þrif, en mannlegi þátturinn yrði útundan. Stóra brotalömin væri skrefið að „ heiman „ og inn á stofnun ( hjúkrunarheimili ) þar vantaði risaátak til að leysa vandann. Almennt væri lagt mikið á aðstandendur þeirra eldri og fá úrræði til að létta þar undir.