Tengjum saman verk og vit

550

Flestir landsmenn vita að iðn-, list- og tæknigreinar skapa og móta samfélagið. Þeir sem útskrifast úr þeim greinum munu síðan sennilega byggja húsin okkar, mála málverkin okkar, sauma fötin okkar og forrita símana okkar – svo að eitthvað sé nefnt. Við Íslendingar höfum frá aldaöðli verið ræknir við iðnað og höfum því ávallt þurft iðnmenntað fólk í samfélaginu. Það er miður að sjá hve illa hefur tekist að fá ungt fólk til þess að læra iðn- og verkgreinar en margir velja þá námsleið sem foreldrarnir leggja til eða þá sem vinirnir fara í, sem er þá helst bóknám.

Of margir nemendur flosna upp úr skóla vegna áhugaleysis á námi en þessir nemendur eiga það síðan til að snúa við síðar á lífsleiðinni, þá í nám sem fellur betur að áhugasviðinu, mögulega eitthvað sem þeir vissu ekki af á sínum tíma þegar grunnskóla lauk.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi ætlar að leggja aukna áherslu á iðn-, list- og tæknigreinar ásamt því að fara í markvissa starfskynningu. Sá stökkpallur sem allflestir nemendur mæta í lok 10. bekkjar, þar sem ákvörðun um skóla og nám getur skipt sköpun fyrir framtíð einstaklingsins. Leggja þarf áherslu á að nemendur fái að reyna þær greinar sem í boði eru og þá helst eigi síðar en í 8. bekk. Á sama tíma þarf að kynna þá framtíðar starfsmöguleika sem í boði eru.

Bókin samsvarar ekki allri þekkingu og því ætlum við í Kópavogi að horfa fram á veginn og greiða leiðina fyrir framtíðar kynslóðum og leggja aukna áherslu á iðn- list- og verkgreinar.

Davíð Snær Jónsson
Framhaldsskólanemi
Skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi