Haraldur Benediktsson alþingismaður á streymisfundi laugardaginn 17. október!

Haraldur Benediktsson alþingismaður Norðvesturkjördæmis og varaformaður fjárlaganefndar verður í beinni á næsta laugardagsfundi Sjálfstæðisfélags Kópavogs. Mikið mæðir á fjárlaganefnd þessa dagana og mun Haraldur fara yfir málin, ásamt öðrum aðkallandi verkefnum.

Fundinum verður streymt á Facebook laugardaginn 17. október kl. 10:00.

Við hvetjum félagsmenn til að senda inn fyrirspurnir fyrir fundinn á netfangið [email protected] , einnig verður tekið við fyrirspurnum meðan á fundinum stendur.

Hittumst á netinu!
Stjórn Sjálfsstæðisfélags Kópavogs

Fréttin var birt 13.10.2020

Scroll to Top