fbpx

Bæjarfulltrúar

Ármann Kr. Ólafsson

Ármann Kr. Ólafsson er bæjarstjóri í Kópavogi, oddviti Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi alþingismaður í Suðvesturkjördæmi. Eiginkona hans er Hulda Guðrún Pálsdóttir klæðskerameistari og kennari frá KHÍ og eiga þau tvö börn, Hermann og Höllu.

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Karen er með meistaragráðu frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun. Hún starfar við rekstur og bókhald hjá Íspörtum-Vélaviti ehf, bókhald fyrir Raftækjasöluna ehf, og er stjórnarformaður Hallsteins ehf.

Guðmundur Gísli Geirdal

Guðmundur er uppalinn norður í Grímsey og þar sem að hann lærði snemma að vinna, fór barnungur á sjóinn og ólst upp við aðstæður sem í dag þættu bæði gamaldags og framandi.

Margrét Friðriksdóttir

Margrét Friðriksdóttir gegnir stöðu skólameistara Menntaskólans í Kópavogi og hefur gert það sl. 20 ár en starfaði áður við skólann sem framhaldsskólakennari og aðstoðarskólameistari frá 1982.

Hjördís Ýr Johnson

Hjördís er kynningarstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og hefur starfað sem þjálfari hjá Dale Carnegie á Íslandi frá árinu 2006. Hjördís Ýr Johnson Í starfi sínu hjá Dale Carnegie hefur hún hjálpað fólki á öllum aldri að öðlast betri færni í mannlegum samskiptum og auka leiðtogahæfileika.