Ásdís Kristjánsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Ásdís fæddist í Reykjavík 28. september 1978. Hún er menntaður verk- og hagfræðingur. Hún er gift Agnari Tómasi Möller, verkfræðingi, og eiga þau þrjú börn: Tómas, Thelmu Sigríði og Kristján. Ásdís hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og áralanga reynslu á sviði efnahagsmála og stjórnsýslu:
-
2020–2022: Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
-
2013–2020: Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins
-
2011–2013: Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka
-
2005–2011: Efnahagsgreinandi í greiningardeild Arion banka
-
2005: Sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
-
2002–2004: Viðskiptastjóri hjá Lánstrausti
Netfang Ásdísar er [email protected]
Hjördís Ýr Johnson
Hjördís Ýr Johnson er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og hefur setið í bæjarstjórn frá árinu 2014. Hjördís er mikilvægur reynslubolti og er m.a. formaður skipulags- og umhverfisráðs og varaformaður bæjarráðs. Hún er með B.A. gráðu í fjölmiðlun og sjónvarpsþáttagerð. Hjördís er uppalin í Garðabæ, gift Árna Friðleifssyni, varðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og saman eiga þau fimm börn .
Andri Steinn Hilmarsson
Andri Steinn Hilmarsson er fæddur 13. júlí 1993 í Reykjavík og flutti á unga aldri til Kópavogs. Andri á 2 dætur og er kvæntur Sonju Anaís Ríkharðsdóttur.
Elísabet Sveinsdóttir
Elísabet Berglind Sveinsdóttir er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og tók sæti í bæjarstjórn eftir að Hannes Steindórsson sagði af sér störfum í júní 2023. Elísabet hefur gegnt mikilvægu hlutverki í bæjarstjórninni og var m.a. valin forseti bæjarstjórnar í ágúst 2023 og er formaður Menningar- og mannlífsnefndar Kópavogs. Árið 2025 tók hún þátt í endurskoðun siðareglna bæjarfulltrúa, þar sem hún lagði áherslu á að þær væru hnitmiðaðri og drægi fram hvernig bæjarfulltrúar ættu að starfa.
Elísabet fæddist í Keflavík, en hefur búið í Kópavogi í yfir 35 ár ásamt eiginmanni sínum, Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara. Þau eiga þrjá syni sem allir hafa tekið virkan þátt í íþróttalífi bæjarins, Arnór Sveinn, Bjarki og Einar Bragi. Elísabet er markaðs - og viðskiptafræðingur MBA og hefur lengi starfað á vettvangi markaðsmála í nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins. Hennar hjartans mál eru almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn og sjálfbærn.
Netfang Elísabetar er [email protected]