Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, alþingismaður og fyrrverandi utanríkisráðherra, fjallar um ógnir og áskoranir í utanríkismálum samtímans á laugardagsfundi okkar 27. september nk. Fundarstjóri er Sólveig Pétursdóttir, formaður Eddu, félags sjálfstæðiskvenna í Kópavogi og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Virkilega áhugaverður og opinn fundur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.
Fundurinn fer fram í sjálfstæðissalnum Hlíðasmára 19, kl. 10-12. Rjúkandi kaffi á könnunni og krúðeri í boði. Skráning hér
Verið hjartanlega velkomin.
Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs