| Virkni og vellíðan er verkefni sem miðar að heilsueflingu fyrir 60 ára og eldri í Kópavogi. Mikil ánægja hefur verið með verkefnið, sem hefur staðið yfir síðustu tvö ár. Laugardaginn, 1. nóvember, fáum við Fríðu Karenu Gunnarsdóttur og Freydísi Eiríksdóttur, verkefnastjóra verkefnisins, til að leiða okkur í allan sannleikann um hvað felst í því og hver árangurinn hefur verið fyrir íbúa Kópavogs. Fundarstjórn: Elísabet Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi. Fundurinn fer fram í félagsheimili sjálfstæðisfólks, Hlíðarsmára 19 í Kópavogi. Veitingar í boði! |

