Stórsókn menningar- og mannlífs í Kópavogi

Menningar- og mannlífið í Kópavogi hefur sjaldan verið blómlegra. Breytingarnar sem innleiddar voru fyrir rúmum tveimur árum hafa þegar skilað mjög góðum árangri.

Á næsta laugardagsfundi 20. nóvember fer Elísabet Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður menningar- og mannlífsnefndar, yfir helstu breytingar og þann árangur sem náðst hefur.

Sérstakur gestur fundarins er Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs, sem mun segja frá gríðarlegum uppgangi safnsins síðustu tvö ár.

Þetta er sannarlega fundur sem Kópavogsbúar ættu ekki að láta framhjá sér fara – frábært tækifæri til að fá innsýn í fjölbreytt og kraftmikið menningar- og mannlíf bæjarins.

📅 Laugardagur 22. október kl. 10:00

📍 Félagsheimili sjálfstæðisfólks, Hlíðasmára 19, Kópavogi

🏠 Húsið opnar kl. 09:45

Léttar veitingar í boði að hætti hússins.

Öll eru hjartanlega velkomin!

Fréttin var birt 20.11.2025

Scroll to Top