fbpx

Elísabet Sveinsdóttir

Markaðsstjóri

Býður sig fram í 3. sæti

Ég heiti Elísabet Sveinsdóttir og hef búið í Kópavogi, ásamt eiginmanni mínum Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara í 30 ár. Saman eigum við þrjá drengi, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömuleiðis í Kópavogi og hafa tekið þátt í öflugu íþróttalífi bæjarins frá blautu barnsbeini. Ég stundaði nám í Bandaríkjunum eftir stúdentspróf, er með gráðu í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ og lauk MBA námi við Háskóla Íslands árið 2007.  Ég hef tekið þátt í atvinnulífinu um árabil og stýrt markaðs- og kynningarmálum hjá nokkrum af helstu fyrirtækjum landsins. Þá stofnaði ég Á allra vörum ásamt vinkonum mínum og höfum við staðið fyrir mörgum þjóðarátökum síðan 2008. 

Mín reynsla af pólitík er ekki mikil en ég fylgist að sjálfsögðu vel með gangi mála í bænum mínum og oft hugsað með mér hvað það væri gaman að hafa áhrif. Það er gott að búa í Kópavogi – svona að mestu leiti – en það er alltaf hægt að gera betur. Undanfarin ár hefur Kópavogur leitt stækkun og þennslu á höfuðborgarsvæðinu og vaxið hvað mest allra bæja á landinu. En það þarf líka að huga að þeim sem fyrir eru í stað þess að “moka” inn nýju fólki. Við þurfum að fullklára nýju hverfin og halda við eldri hverfunum.   

Ég vil að við stöldrum aðeins við og spáum í það hvernig bæ við viljum búa í? Fyrir hvað viljum við standa og vera þekktur fyrir? Íþróttalíf? Umhverfismál? Skipulagsmál? Skólamál? Sjálfbærni? Ég segi leggjum áherslu á lífsGÆÐI  umfram byggingarMAGN. Kópavogur á að vera eftirsóknarverður og fyrirmynd annarra bæjarfélaga á öllum sviðum. Það á að vera BEST að búa í Kópavogi – við erum í dauðafæri hér á miðju höfuðborgarsvæðinu og ég ætla að nýta reynslu mina og menntun í þágu bæjarfélagsins míns og leggja mitt af mörkum. 

Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins.

elisabsv@gmail.com

Kynningamyndband