Framboðslisti í Suðvesturkjördæmi samþykktur!

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðsins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll þann 8. júlí 2021 síðastliðinn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður. Í þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður. Í fjórða sæti er Óli Björn Kárason, alþingismaður. Í fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari. Í sjötta sæti er Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri. Í sjöunda sæti er Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður, skipar heiðurssæti listans.

Hér má sjá heildarlistann: FRAMBOÐSLISTI

Við viljum benda á verkefnið "Taktu þátt"! Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að vera breiður og fjölmennur flokkur þar sem tugþúsundir einstaklinga um allt land sameinast um að vinna að bættu samfélagi á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. https://xd.is/taktu-thatt/

"Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignaréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda umfram aðra. Heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sjálfstæðis landsins og réttlátu þjóðfélagi frjálsra einstaklinga, sem búi við menningu og mannsæmandi lífskjör". (Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins)

Fréttin var birt 19.07.2021

Scroll to Top