fbpx

Áherslur okkar

Sækjum fram!

Fjölbreytt fyrirtæki sem skapa verðmæt störf eiga heima í Kópavogi. Starfsfólk þeirra líka. Með skilvirkari rekstur, lægri álögur, framúrskarandi þjónustu, greiðar samgöngur og skýra framtíðarsýn sækjum við fram.

Í Kópavogi er eftirsóknarvert að búa og starfa. Við ætlum að tryggja að svo verði áfram. Við viljum styrkja tekjustofna bæjarins og fjölga atvinnutækifærum með því að laða enn frekar til okkar öfluga starfsemi fjölbreyttra fyrirtækja. Ef stjórnsýslan er skilvirk, erindi afgreidd hratt og örugglega og áhersla lögð á að spara fólki sporin með stafrænum lausnum eru okkur allir vegir færir.

  • Við viljum sjá Kópavog sækja fram á öllum sviðum. Kópavogur hefur forskot á höfuðborgina þegar litið er til fjárhagsstöðu, samgöngumála, almennrar þjónustu og leik- og grunnskóla. Hér liggja tækifæri sem við ætlum að nýta.
  • Við sjáum fyrir okkur að byggja upp Grósku Kópavogs í efri og neðri byggðum. Hátækniklasi gæti risið í efri byggðum og klasi nýsköpunar í neðri byggðum.
  • Við sjáum tækifæri til að efla samstarf við Háskólann í Reykjavík sem tengist Kópavogi á kjörtímabilinu með nýrri Fossvogsbrú.