Frítt í sund fyrir börn og eldri borgara

377

Í nýjasta blaði Voga segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, frá því að verið sé að vinna stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og að lagt sé upp með að Kópavogur skari fram úr á sem flestum sviðum.

Í Vogum eru einnig skemmtilegar myndir frá páskaeggjaleit félagsins sem og viðtöl við frambjóðendur, sem margir hverjir koma nýjir inn á lista í ár. Í blaðinu kemur fram að frambjóðendur telja að traustur rekstur og niðurgreiðsla skulda sé nú að skapa ákveðið svigrúm í rekstri sveitarfélagsins en vildu hinsvegar ekki gefa upp stefnuskrána að öðru leyti en því að frítt yrði í sund fyrir eldri borgara og börn upp að 10 ára aldri.

Sjá þetta og fleira í nýútkomnu blaði Voga.