Laugardagsfundur – Magnavita námið | Facebook

Benedikt Olgeirsson kynnir Magnavita námið, sem kennt er í samvinnu við HR,
á laugardagsfundi 11. nóvember, kl.10:00.

Þriðja æviskeiðið á að vera uppskerutími í lífinu, besta æviskeiðið þar sem lífsgæða er notið
og tíminn nýttur eins vel og mögulegt er. Í náminu setja nemendur sér skýra stefnu
og markmið fyrir þriðja æviskeiðið til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf.

Lífsgæði snúast um marga þætti, yfir sumum þeirra höfum við vald og öðrum ekki.
Áherslan í náminu verður á andlega og líkamlega hreysti, félagsleg tengsl, gleði og virkni.
Nánari upplýsingar um námið má finna hér: www.magnavita.is

Kaffi og meðlæti í boði í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs, Hlíðarsmára 19.

Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs

Sjálfstæðisfélag Kópavogs | Facebook