Sigurður Stefánsson, framkvæmdastjóri Aflvaka, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri,
kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í landi Gunnarshólma.

Um stórhuga áform er að ræða sem fela í sér uppbyggingu á nýju íbúðahverfi
með búsetuíbúðaformi, sem sérstaklega verður sniðið að þörfum fólks
á þriðja æviskeiðinu (60 ára og eldri).
Þá er einnig gert ráð fyrir allt að 1.200 hjúkrunarrýmum á svæðinu þegar það er fullbyggt
en það jafngildir um helmingi þeirra hjúkrunarrýma sem fyrirséð er að muni vanta
á höfuðborgarsvæðinu á næstu 15 árum.
Aukinheldur er fyrirhugað að reisa heilsukjarna þar sem starfrækt verður heilsuhús
og nýsköpunarmiðstöð með áherslu á heilbrigðis- og öldrunarþjónustu.
Þannig verður leitast við að skapa kjöraðstæður fyrir heilbrigðara líf,
félagsskap, útiveru og afþreyingu.

Fundurinn er haldinn í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs
að Hlíðarsmára 19, kl.10:00.

Kaffi og meðlæti að venju.

Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs