Laugardagsfundur: Kópavogur fyrir fólkið

372

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan fund næstkomandi laugardag, þann 19. mars, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumenn á þessum fundi eru:

Guðmundur Geirdal og Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúar.

Yfirskrift erinda þeirra er: „Kópavogur fyrir fólkið, staðan í bæjarmálum og hvað brennur á bæjarbúum“.

Sérstaklega verður farið yfir stöðu mála á sviði skipulags og menningarmála.

Stjórn hvetur alla sjálfstæðismenn til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi