Lífið er leikur!

399

Nýtt útivistarsvæði í Kópavogi! Í dag var vígð ein lengsta aparólan á höfuðborgarsvæðinu á glæsilegu útivistarsvæði neðan Víðigrundar. Þar er að finna kastala með rennibraut, grill, þrektæki og róluna. 1.-4. bekkur í Snælandsskóla vígði róluna en árlegur haustdagur með útivist var á dagskrá í skólanum í dag. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs hittu krakkana og leist afar vel á. Útvistarsvæðið er hugmynd úr Okkar Kópavogi sem valin var af Kópavogsbúum á síðasta ári. Nú er lag að koma með hugmyndir að fleiri góðum verkefnum því hugmyndasöfnun stendur yfir:
https://okkar-kopavogur.betraisland.is/

Heimild: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/okkar-kopavogur-nytt-utivistarsvaedi