Umræðufundur á laugardaginn

418

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi

Stjórn boðar til umræðufundar næstkomandi laugardag, þann 30. janúar, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Að þessu sinni verður ekki um erindi með frummælanda að ræða. Fundarmönnum er í staðinn boðið að stíga í pontu og ræða málefni Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi.

Allir hjartanlega velkomnir, gott kaffi í boði og kruðeríið á sínum stað að vanda.

Á næstu vikum mun félagið bjóða upp á fleiri áhugaverða fundi. Laugardaginn 6. febrúar munum við taka á móti Magnúsi Árna Skúlasyni, hagfræðingi, sem mun fjalla um stöðuna á íbúðamarkaði. Og laugardaginn 13. febrúar er fyrirhugað að taka á móti þingmönnum okkar kjördæmis til að ræða stöðu flokksins í byrjun árs 2016.

Kær kveðja
Stjórn sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi.