Framboðslisti í Suðvesturkjördæmi samþykktur!

805

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi var samþykktur á fundi kjördæmisráðsins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll þann 8. júlí 2021 síðastliðinn.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, leiðir listann. Í öðru sæti er Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður. Í þriðja sæti er Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður. Í fjórða sæti er Óli Björn Kárason, alþingismaður. Í fimmta sæti er Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari. Í sjötta sæti er Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri. Í sjöunda sæti er Kristín María Thoroddsen, bæjarfulltrúi. Laufey Jóhannsdóttir, leiðsögumaður, skipar heiðurssæti listans.

Hér má sjá heildarlistann: FRAMBOÐSLISTI

Við viljum benda á verkefnið “Taktu þátt”! Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þess að vera breiður og fjölmennur flokkur þar sem tugþúsundir einstaklinga um allt land sameinast um að vinna að bættu samfélagi á grunni þeirra gilda sem flokkurinn stendur fyrir. https://xd.is/taktu-thatt/

“Grunngildi Sjálfstæðisflokksins eru frelsi og trú á einstaklinginn. Eignaréttur, réttur til frelsis og jafnréttis eru frumréttindi sérhvers einstaklings þar sem enginn einstaklingur er fæddur til neinna réttinda umfram aðra. Heill þjóðfélagsins byggist á frjálsu atvinnulífi með frjálsri samkeppni til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir sjálfstæðis landsins og réttlátu þjóðfélagi frjálsra einstaklinga, sem búi við menningu og mannsæmandi lífskjör”. (Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins)