Fyrsti laugardagsfundur vetrarins

469

Sjálfstæðisfélagið í Kópavogi fagnar því að fyrsta fundi vetrarins á laugardaginn næstkomandi. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er gestur fundarins. Bjarni mun fara yfir stefnu og áherslur flokksins fyrir komandi þingkosningar.

“Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fylgja fast eftir ábyrgri efnahagsstjórn, halda áfram að lækka skatta og hrinda í framkvæmd grænni orkubyltingu. Tryggingakerfi eldri borgara verður að endurskoða frá grunni og hækka frítekjumark atvinnutekna strax í 200 þúsund krónur á mánuði, tryggingakerfi öryrkja stokkað upp. Sjálfstæðisflokkurinn telur nauðsynlegt að móta nýja velferðar- og heilbrigðisstefnu á breiðum grunni í opinberum rekstri og einkarekstri með framtíðarsýn sem tekur til menntunar heilbrigðisstarfsfólks, tækniþróunar og þarfa fólks. Um leið verður þjónustutrygging í heilbrigðisþjónustu innleidd.” (xd.is)

Við bjóðum ykkur velkomin í Hlíðasmára 19, laugardaginn 4. september kl:10

Heitt kaffi á könnunni.

Með kveðju, stjórnin