Jólafundur 4. desember

493

Þá er komið að því – síðasti laugardagsfundurinn á þessu ári.

Eins og fyrri ár þá er þessi laugardagsfundur með aðeins öðruvísi sniði. Við fáum til okkar tvo farsæla rithöfunda sem munu lesa upp úr og kynna verk sín.

Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og einn vinsælasti tækifærisræðumaður þjóðarinnar kynnir nýútkomna bók sína “Guðni á ferð og flugi“. Og Þórarinn Eldjárn sem er þjóðkunnur fyrir smásögur sínar mun lesa upp úr og kynna “Umfjöllun” sem geymir átta snjallar og bráðskemmtilegar sögur.

Hátíðaraffi og kruðerí verður í boði.

Allir velkomnir í Hlíðasmára 19, kl. 10. laugardaginn 4.desember

Við minnum á sóttvarnir og hámarksfjöldi er 50 manns.

Kær kveðja, Stjórnin.