Kjartan Sigurgeirsson

591

Kjartan hefur verið 3. varabæjarfulltrúi á því kjörtímabili sem er að líða, setið í Félagsmálaráði mest af kjörtímabilinu.

Hann er í stjórn siglingafélagsins Ýmis í Kópavogi, var formaður þar í nokkur ár, var um þriggja ára skeið stjórnarmaður í SSF Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja auk þess sem er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna og var formaður SRB Starfsmannafélags Reiknistofu bankanna um 10 ára skeið, gegndi áður um nokkurra ára skeið stöðu trúnaðarmanns starfsmanna.

Kjartan útskrifaðist frá Verzlunarskóla Íslands vorið 1969 og frá Lögregluskóla ríkisins árið 1973. Vann hjá Reiknistofu bankanna frá 1. febrúar 1977 til 29. Febrúar 2012 við margvísleg störf, svo sem kerfissetningu og forritun, auk netrekstrar, aðgangsstýringa og fleira. Kjartan starfaði sem lögreglumaður í Kópavogi frá 1970 til 1977, þar áður um 11 mánaða skeið hjá Skattstofu Reykjanesumdæmis við skattendurskoðun.

Kjartan er fæddur í Reykjavík árið 1948, kvæntur Þórdísi Guðrúnu Bjarnadóttur viðurkenndum bókara og á 3 börn, Margréti lögfræðing, Kjartan Þór tölvunarfræðing og Bjarna grafískan hönnuð. Kjartan flutti í Kópavog árið 1956 og ólst þar upp. Fluttist 2005 aftur í Kópavog, eftir 30 ára búsetu í Reykjavík og finnst vera kominn heim.