Körfubolti í Kópavogi

506

Kópavogur er orðinn 32000 íbúa bær það sem einkennir bæinn öðru fremur er öll sú frábæra aðstaða sem hér er til að ala upp börn. Sérstaklega sú aðstaða sem hér hefur verið byggð upp til íþróttaiðkunnar.

Við eigum góðar sundlaugar, tvö knatthús sem standast samanburð við það sem best gerist, fimleika hús, tennisvelli, 27 holu golfvöll. Marga innivelli til að stunda hinar ýmsu íþróttir og svo mætti lengi telja ásamt reiðskemmu sem er í byggingu.

En eitt er það á þessu sviði sem mér finnst vanta það er úti körfuboltavöllur, alvöru körfuboltavöll með réttu undirlagi, körfum í réttri hæð og afgirtur, honum mætti koma fyrir nálægt Smáraskóla.

Körfubolta áhugi er mikill í Kópavogi um þessar mundir og ekki er þess langt að bíða að við komum framm með lið sem landar titlum í öllum flokkum ,auk þess er körfubolti frábær heilsubót og skemmtun fyrir unga sem aldna.