Laugardagsfundur: “Jarðhræringar í Bárðarbungu og eldgos í Holuhrauni”

347

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög áhugaverðan fund næstkomandi laugardag, þann 24. janúar, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumaður á þessum fundi er Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði.

Erindi hans ber yfirskriftina “Jarðhræringar í Bárðarbungu og eldgos í Holuhrauni”.

Stjórn hvetur alla til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi