Laugardagsfundur: Tækifærin í íslenskri orku.

348

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir áhugaverðan fund næstkomandi laugardag, þann 3. Október, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumaður á þessum fundi er Ketill Sigurjónsson, lögfræðingur og ráðgjafi á sviði orkumála.

Erindi hans mun bera yfirskriftina: Tækifærin í íslenskri orku.

Fundurinn mun vera umfjöllun um þróun íslenska raforkugeirans á næstu árum með sérstakri áherslu á aukna arðsemi. Fjallað verður meðal annars um raforkusölu til stóriðju og mögulega raforkusölu um sæstreng.

Stjórn hvetur alla, sjálfstæðismenn sem og aðra, til að mæta á þennan fund. Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Stjórn þakkar góðar viðtökur félagsmanna vegna útsendingar félagsgjalda, hvetur alla sem hafa tök á að greiða sitt gjald, félagsgjöldin eru forsenda þeirrar starfsemi sem félagið rekur.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi