Vetrarstarfið að fara af stað !

393

Kæru félagar og vinir

Nú erum við að sigla inn í haustið og þá er tími til að koma sér í gírinn fyrir veturinn. Stefnan er að byrja starfið 07.sept í salnum okkar í Hlíðasmára. Ætlunin er að hafa þetta eins og við höfum gert í mörg ár ….

…….að hittast á laugardagsmorgni klukkan 10:00 fá okkur gott kaffi, hitta félaga, hlusta á mjög áhugaverða fyrirlestra og auðvitað næla okkur í smá bakkelsi með kaffinu.  Morgunfundurinn er til klukkan 12:00, þá er ekkert annað en að bíða fram að næsta laugardag 🙂

Kæru félagar, það stefnir í spennandi vetur þar sem við hlöðum batteríin og vinnum saman í að gera gott félag betra, jafnvel enn betra en það.  Við þurfum að undirbúa okkur fyrir vorið þar sem við ætlum okkur að gera góða hluti.

Sjáumst hress og kát í vetur

Stjórnin