Laugardagsfundur (streymi) | Facebook

Allir velkomnir á opinn fund í sal Sjálfstæðisfélags Kópavogs,
Hlíðarsmára 19, kl.10:00.

Því miður mun formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra, ekki geta verið gestur okkar
á fyrsta Laugardagsfundi vetrarins, eins og til stóð.
En hann hyggst þess í stað heiðra fundarmenn með nærveru sinni
laugardaginn 14. október næstkomandi.

Örvæntið þó ekki, því við fáum aldeilis góðan gest í staðinn,
sjálfan oddvitann í Kópavogi, Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra.

Ýmsar fréttir hafa verið af málefnum bæjarins síðan farið var í sumarfrí
auk þess sem alltaf er gott að fara yfir hvað við blasir á komandi vetri.
Og hvort tveggja á við um breytingar sem boðaðar hafa verið í leikskólamálum.
Það verður því farið sérstaklega yfir Kópavogsmódelið – hina nýju hugsun.

Heitt á könnunni og góðgæti að narta í eins og vanalega.

Húsið opnar korteri fyrir auglýstan tíma.
Við hlökkum til að sjá ykkur!

Bestu kveðjur,
Stjórn Sjálfstæðisfélags Kópavogs

Sjálfstæðisfélag Kópavogs | Facebook