Laugardagsfundur um kosti og galla laga um verslun með áfengi

373

Kæru félagar í Sjálfstæðisfélaginu í Kópavogi.

Stjórn kynnir mjög spennandi fund um umdeilt málefni – næstkomandi laugardag, þann 27. september, kl. 10.00 í Hlíðarsmára 19.

Framsögumenn á þessum laugardagsfundi eru:
Vilhjálmur Árnason alþingismaður og fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um verslun með áfengi og Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT.

Erindi þeirra munu snúa að framlögðu frumvarpi og og þeir munu ræða kosti og galla þess.
Þökkum góða mætingu á fundi félagsins og hvetjum alla til að mæta.

Gott kaffi og veitingar á staðnum.

Kveðja,
Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi